Bjartey Ósk sigurvegari í friðarveggspjaldakeppni Lions
15.Desember'21 | 12:18Í haust bauðst nemendum í 6.-8. bekk að taka þátt í friðarveggspjaldakeppni Lions, 34 nemendur úr GRV sendu inn mynd í keppnina.
Þema fyrir árið 2021-2022 er We Are All Connected eða Við erum öll tengd, segir í frétt á vefsíðu GRV.
Á tímum heimsfaraldurs fögnum við öllu sem tengir okkur saman. Tengir okkur hvort öðru-samfélaginu og okkur öll hvar sem við erum í heiminum. Á þessu ári bjóðum við ungu fólki að sjá fyrir sér, kanna og tjá sig sjónrænt um þessar tengingar.
Dómnefnd á vegum Lionsklúbbsins í Vestmannaeyjum valdi mynd Bjarteyjar Óskar Sæþórsdóttur úr 7. bekk sem framlag skólans. Sú mynd var send áfram í næstu umferð þar sem 16 skólar kepptust um að fá að senda framlag Íslands í alþjóðakeppnina.
Myndin hennar Bjarteyjar Óskar var valin sem framlag Íslands. Erum við í GRV stolt af þessu flotta framlagi okkar í keppnina, segir í fréttinni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...