Gervigras á Hásteinsvöll: Forsvarsfólk fótboltans ekki haft með í ráðum
- segir formaður knattspyrnudeildar ÍBV
14.Desember'21 | 12:15Freyr Alexandersson, þjálfari danska knattspyrnuliðsins Lyngby ritaði færslu á samfélagsmiðlinum Twitter varðandi fréttir af því að gervigras verði lagt á keppnisvelli á Íslandi, þar á meðal á Hásteinsvöll.
,,Sá að Grindavík og IBV eru að fara setja gervigras á keppnisvellina sína. Vona að þetta séu vel upplýstar ákvarðanir sem eru teknar með þeim sem hafa þekkingu á leiknum. Ekki af bæjarráði eða öðru slíku. Sorgleg þróun. Minni á þriðja kostinn. Hybrid grass," skrifar Freyr í færslu á Twitter.
Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar ÍBV segir undir færslu Freys á Twitter að forsvarsfólk knattspyrnuhreyfingarinnar í Vestmannaeyjum hafi aldrei verið haft með í ráðum eða á það hlustað.
„Ég gæti skrifað þykka bók um þetta en við skulum bara segja að forsvarsfólk fótboltans var aldrei haft með í ráðum eða á okkur hlustað. Við vildum þetta ekki,“ skrifar Daníel.
Sjá einnig: Hálfur milljarður fyrirhugaður í uppbyggingu íþróttamannvirkja
Að beiðni bæjarstjórnar Vestmannaeyja hefur starfshópur unnið undirbúningsvinnu til að meta framtíðarþörf á uppbyggingu íþróttamannvirkja í Eyjum undanfarin ár og er horft til framkvæmda á næstu tíu árum.
Í skýrslunni lýstu bæði ÍBV og KFS því yfir að óskastaða væri að stækka knattspyrnuhúsið sem er fyrir svo að það yrði að velli í fullri stærð ásamt því að lýsa yfir áhuga að fá gervigras á velli sína.
Þá óskaði ÍBV eftir því að fá flóðlýsingu á heimavöll félagsins, Hásteinsvöll, en með lengingu Íslandsmótsins í knattspyrnu er aukin þörf fyrir slíkan búnað. Var samþykkt af bæjaryfirvöldum að ráðast í það verkefni strax á næsta ári. Í kjölfarið átti að fara í að setja gervigras á völlinn.
Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV-íþróttafélags sagði á dögunum í samtali við Fréttablaðið að nýtingarhlutfall Hásteinsvallar hefði verið skoðað undanfarin í samanburði við önnur félög. ,, Að lokum kusu félagsmenn um forgangsröðunina og það varð ofan á byrjað yrði á því að leggja gervigras og koma á flóðlýsingu á Hásteinsvöll,“ sagði Haraldur.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...