Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar kvaddir

10.Desember'21 | 13:15
hopm_la

Alls létu sjö einstaklingar af störfum vegna aldurs á þessu ári. Hér eru þeir ásamt Írísi Róbertsdóttur, bæjarstjóra.

Í gær hélt Vestmannaeyjabær hóf til heiðurs þeim starfsmönnum sem starfað hafa hjá sveitarfélaginu og létu af störfum á árinu fyrir aldurs sakir. Margir hverjir eftir áratugastarf hjá Vestmannaeyjabæ. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri afhenti hverjum og einum smá þakklætisvott af þessu tilefni.

Alls létu sjö einstaklingar af störfum vegna aldurs á þessu ári. Þeir eru Aðalheiður Sveinsdóttir Waage, Allan F. Alison, Einar Steingrímsson, Ingunn Elín Hróbjartsdóttir, Linda Sigurlássdóttir, Ólafur Lárusson og Sveinn Rúnar Valgeirsson.

Vestmannaeyjabær þakkar öllum ofangreindum samstarfið á síðastliðnum árum og áratugum og óskar þeim gæfuríkrar framtíðar, segir í frétt á vef bæjarins.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.