Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

10.Desember'21 | 06:55
hebbi_snjor

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Ljósmynd/TMS

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins , þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í Landeyjum.

  • Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00
  • Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45

Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum hafa verið færðir milli hafna aðrir þurfa að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs til þess að láta færa ferð sína.

Hvað varðar seinni partinn, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00 í dag, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skila eftir faratæki í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Þeir farþegar sem ætla sér að nota gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...