Kap komin í lag og Huginn á leið til Eyja

8.Desember'21 | 21:37
kap_v

Kap VE verður komin á miðin á morgun eftir stutt viðhaldsstopp á Akureyri. Ljósmynd/TMS

Líkt og greint var frá í gær bilaði aðalvélin í Kap VE þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið í fyrradag. Ísleifur VE tók Kap í tog áleiðis til Akureyrar.

„Kap fór núna frá Akureyri kl. 20. Þá var búið að gera við það sem var bilað í aðalvélinni. Það gekk sem betur fer mjög vel og var vel skipulagt af okkar mönnum og þjónustuaðilum.” segir Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við Eyjar.net nú í kvöld. Hann segir að stefnan sé tekin á miðin á ný og verða þeir þar á morgun.

Fyrsti loðnufarmurinn væntanlegur til Eyja

Sindri segir aðspurður um ganginn í veiðunum að loðnuveiðarnar gangi ágætlega. „Aðallega er þetta dagveiði en mjög rólegt hefur verið á nóttinni. Huginn var að leggja af stað heim með einhver 1.800 tonn og ætti að vera í Eyjum á aðfaranótt föstudags.

Líklegt er að Ísleifur og Kap fylgi svo í kjölfarið og væntanlega nýtum við bræludagana um helgina til að landa.” segir hann.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...