Fimm úr áhöfn Bergeyjar smitaðir
7.Desember'21 | 12:47Fimm úr áhöfn Bergeyjar VE hafa reynst smitaðir af Covid-19.
Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnsluna að upphafi megi rekja til áhafnarskipta í Neskaupstað á fimmtudaginn.
„Einn sem var að koma í land fór að finna fyrir einkennum á föstudag og var þá kominn til Reykjavíkur. Hann fór í hraðpróf og reyndist þá jákvæður. Það var endurtekið þrisvar sinnum og skilaði alltaf jákvæðri niðurstöðu. Síðan fór hann í PCR-próf og þá var niðurstaðan staðfest. Þegar þarna var komið sögu fór öll skipshöfnin í hraðpróf um borð og þá reyndist annar jákvæður. Landhelgisgæslunni var þegar tilkynnt um stöðuna og haldið til Vestmannaeyja. Sá þriðji bættist síðan við eftir hraðpróf á laugardagsmorgun.
Í Vestmannaeyjum var tekið PCR-próf af áhöfninni og þegar niðurstaðan úr því lá fyrir bættust tveir í hópinn þannig að alls voru þá smitaðir orðnir fimm talsins. Þegar í land kom fór öll áhöfnin í sóttkví og í gær var allt skipið sótthreinsað hátt og lágt. Það er alveg óvíst hvenær Bergey heldur til veiða á ný,“ segir Arnar.
Þessu tengt: Grunur um smit um borð í Bergey VE
Tags
COVID-19Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...