Dagatal fyrir bragðlaukana: Súkkulaði tartalettur Rúdolfs frá Ástralíu

7.Desember'21 | 10:36
dagatal_bragdl_071221

Súkkulaði tartalettur Rúdolfs frá Ástralíu

Multicultural Center Vestmannaeyjar ætlar að hafa jóladagatal á Facebook í desember! Til þess að fagna fjölbreytileikanum ætlum við að hafa uppskriftir af jólamat frá mismunandi löndum í 24 daga í desember.

Ein uppskrift á dag mun birtast á facebook síðunni og tilvalið fyrir nýungagjarna sælkera að prófa sig áfram með jólauppskriftir frá Rúmeníu, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Portúgal og Póllandi svo eitthvað sé nefnt. Einnig munu birtast 2 gamlar og góðar frá Íslandi. Uppskriftirnar verða birtar bæði á ensku og íslensku svo að sem flestir geti notið þeirra.

Day 7/ Dagur 7 - Caitlin Emma Jónsson - Australia/ Ástralía

Súkkulaði tartalettur Rúdolfs frá Ástralíu

Hráefni:

 • 250 gr pakki af Arnott´s Butternut Snap Cookies (á Íslandi má notast við Digestives kex frá McVities)
 • 65 gr ósaltað smjör, skorið niður
 • 1/3 bolli rjómi
 • 200 gr súkkulaði, dökkt eða ljóst
 • 10 vanillu sykurpúðar skornir í tvennt, þversum
 • 2 tsk tilbúið vanillu krem
 • 20 jaffa lollies (þú getur notað Smarties)
 • 20 litlir sykurpúðar með vanillubragði, skornir í tvennt
 • Súkkulaði glassúr til skrauts
 • 40 lítil pretzels brotin í tvennt

Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C (160°C í blástursofni).

Setjið eitt kex yfir hverja holu í 12 holu muffins álformi.

Bakið í 2-3 mínútur eða þar til kexið er orðið mjúkt. Takið úr ofninum. Notið litla ausu eða límónu til að ýta mjúklega á kexið til að móta það eftir holunni í forminu. Látið kólna. Takið úr forminu og setjið á bakka. Endurtakið með restina af kexinu.

Setjið smjör, rjóma og súkkulaði í pott á lágum hita og hrærið þar til allt er bráðnað og kekkjalaust. Setjið í hreina, þurra skál og setjið í ísskáp í 20 mínútur eða þar til blandan hefur kólnað en ekki harðnað.

Setjið blönduna í kexformin, 1 tsk í hvert. Setjið í ísskáp þar til blandan hefur stífnað.

Notið myndina til að hjálpa ykkur við að skreyta. Þrýstið hálfum sykurpúða ofan í hvert kexform. Setjið jaffa/smarties á sykurpúðann og límið með vanillukreminu til að gera nefið á hreindýrið.

Setjið helmingana af litlu sykurpúðunum til að gera augu. Notið dropa af glassúrnum til að gera augasteina.
Skerið pretzels í helminga til að útbúa hornin. Setjið 2 helminga, einn fyrir ofan hvort auga. Ýtið aðeins til að festa.

Berið fram og njótið!

Butternut snap Rudolph chocolate tartlets from Australia

Ingredients:

 • 250 grams packet Arnott's Butternut Snap Cookies (in Iceland you can use Digestives from McVities)
 • 65 grams unsulted butter, chopped
 • 1/3 cup cream
 • 200 grams chocolate, dark or milk chocalate, chopped
 • 10 vanilla marshmallows, halved horizontally
 • 2 tbsp vanilla ready-made frosting
 • 20 jaffa lollies (you can also use Smarties)
 • 20 mini vanilla marshmallows, halved crossways
 • Rich choc fudge writing icing
 • 40 mini star pretzels

Instructions:
Preheat oven to 180°C (160° in fan oven).

Place 1 biscuit over each hole of a 12-hole, 1 ½ tablespoon-capacity round based tartlet tin (muffin baking tray).

Bake for 2-3 minutes or until soft. Remove from oven. Using a small ladle or a lime, carefully press softened biscuits into tin to mould into a cup shape. Allow to cool. Remove from tin and transfer to serving plate. Repeat with remaning biscuits.

Place butter, cream and chocolate in saucepan over low heat and stir until melted and smooth. Pour into a clean, dry bowl and refrigerate for 20mins or until cool but not set.

Fill biscuit cases with 1 teaspoon of chocolate mixture. Place in fridge until set.

Using picture as a guide, gently press 1 marshmallow 1/2, cut side down into each tartlet. Attach 1 jaffa to each marshmallow with ready-made frosting to form a nose.

Attach 2 mini marshmallow halves to form eyes. Use a drop of writing icing to form pupils. Cut pretzels in half to form antler shapes. Place 2 pretzels above eyes. Press to secure.

Serve and enjoy!

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.