Grunur um smit um borð í Bergey VE

5.Desember'21 | 13:55
bergey_vestm_hofn_10_21

Bergey VE á leið til Eyja. Ljósmynd/TMS

Ísfisktogarinn Bergey VE kom til Vestmannaeyja í gærkvöldi vegna þriggja skipverja sem greindust með COVID-19 í hraðprófum sem tekin voru um borð.

Að sögn Arnars Richardssonar, rekstrarstjóra Bergs-Hugins sem gerir skipið út eru skipverjarnir ekki mikið veikir. „Þeir framkvæmdu hraðpróf um borð í gær í kjölfar þess að skipsfélagi þeirra sem fór í land á fimmtudag greindist jákvæður á föstudag.”

Arnar segir að nú sé beðið niðurstöðu allra skipverja úr PCR-prófum og eru þær væntanlegar í dag. Hann segir þá hina smituðu í einangrun og restin af áhöfninni hafi farið beint í sóttkví við heimkomu. „Við fórum í einu og öllu eftir því sem okkur ber, tilkynntum um þetta til Landhelgisgæslunnar og heilbrigðisyfirvalda.”

Arnar segir aðspurður um hvort allir skipverjana hafi verið bólusettir að þetta snerti alls 15 manns, og af þeim séu 14 bólusettir.

 

 

Tags

COVID-19

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.