Glámur skrifar:

Augnlæknaþjónusta í Eyjum

4.Desember'21 | 12:42
augnlaeknir_st

Ljósmynd/úr safni

Ég hef síðustu 55 ár þurft að nota gleraugu við daglegar athafnir mínar. 

Og hef gegnum tíðina fengið þjónustu hjá þeim augnlæknum sem hingað hafa komið og fengið aðstöðu á sjúkrahúsinu til að sinna sínum sjúklingum á mismunandi stöðum á sjúkrahúsinu oftast í rýmum sem voru ekki í notkun.

Því hlakkaði mig til að geta nýtt mér NÝJA aðstöðu og búnað sem hin ýmsu félagasamtök höfði gefið sjúkrahúsinu auk þess sem ríkið kom að þessu máli og fjallað var mikið um á undanförnum mánuðum í bæjarblöðunum og kostaði 35 milljónir.

Hringdi því uppá sjúkrahús til að athuga hvenær þessi þjónusta væri í boði. En ég hefði eins getað hringt í Alþýðuhúsið því það kannaðist enginn við þetta á sjúkrahúsinu nema að vitað var að búnaðurinn væri til staðar og SJÓNLAG ætti að sinna þessu.

Þessu tengt: Tímamót á HSU í Eyjum

Hringdi því í SJÓNLAG og fékk þau svör að þetta væri ekkert í boði og enginn augnlæknir á leiðinni. !!

Síðan sé ég auglýsingu frá gleraugnabúðinni SJÓN um að þeir séu á leiðinni til Eyja og verði í versluninni SMART og ber að þakka þeim fyrir að aðstoða SjÓN. Panta þá tíma hjá þeim og mæti síðan á tilsettum tíma.

Þar var sjónmælingin framkvæmd á kaffi/skrifstofu starfsfólks og var nokkur umferð vegna viðskipta á meðan mælingin var gerð. Að mælingu lokinni var gleraugna mátun frammi í versluninni en þar var ÚTSALA og mikil umferð.

Ég ámálgaði aðstöðuna á sjúkrahúsinu víð eiganda og starfsmann SJÓN og sagði hann aðstöðuna vera fullkomna og vel tækjum búna og þeir hefðu kunnáttu til að nota sjónmælinga tæki sem þar eru.

En aðstaðan stæði þeim ekki til boða, og þar sem SMART sé að hætta rekstri hafi þeir í hyggju að koma sér upp aðstöðu í gömlu Gullbúðinni sem er í þeirra eigu.

Þetta þykir mér í hæsta máta undarlegt þ.e.a.s. að þeir sem hingað eru tilbúnir að koma fái ekki að nota hina nýju aðstöðu á sjúkrahúsinu. Ég þykist þess fullviss að viðkomandi væri tilbúinn að greiða fyrir það.

 

H.G.R gleraugnaglámur.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...