Helga Kristín Kolbeins, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason og Eyþór Harðarson skrifa:

Nýstofnuðum fyrirtækjum gert auðveldara fyrir

- bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu til að styðja við atvinnulíf og nýsköpun í Eyjum

3.Desember'21 | 15:21
baejarf_d_2018

Greinarhöfundar. Ljósmynd/TMS

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær um að nýstofnuðum fyrirtækjum verði gert kleift að sækja endurgreiðslu í sjóð hjá sveitarfélaginu að hámarki 200.000 kr. vegna opinberra gjalda sem þau greiða til sveitarfélags (á borð við fasteignagjöld, leyfis- og lóðagjöld) og falla til á fyrsta starfsári félagsins. Ekki er um að ræða endurgreiðslu vegna launakostnaðar.

Fyrsta ár í rekstri nýrra fyrirtækja er oft kostnaðarsamt og mikilvægt að Vestmannaeyjabær leggi sitt af mörkum til að styðja við nýsköpun, vöxt og fjölbreytni atvinnulífs í samfélaginu og dragi úr hindrunum sem felast í opinberum álögum. Málið var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn og vísað til bæjarráðs til nánari útfærslu.

 

Helga Kristín Kolbeins

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Trausti Hjaltason

Eyþór Harðarson

Aðal- og  varabæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...