Bergey VE landaði um 65 tonnum fyrir austan

3.Desember'21 | 11:16
berge

Ísfisktogarinn Bergey VE. Ljósmynd/TMS

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði um 65 tonnum í Neskaupstað í gær eftir stuttan túr og hélt til veiða nánast strax að löndun lokinni. 

Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá. Jón Valgeirsson skipstjóri sagði í samtali við síðuna í morgun að þeir væru að veiðum á Tangaflakinu í blíðu og þar var reitingsafli. „Við fengum aflann í síðasta túr á Glettinganesflakinu og þar var bara fín veiði. Aflinn var mest þorskur og síðan dálítil ýsa. Þetta var góður fiskur sem þarna fékkst og allt gekk bara eins og í sögu,“ sagði Jón.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...