Svandís heimilar flottroll fyrir norðan

1.Desember'21 | 13:42
lodna_alsey_holmgeir

Í gær voru sex skip við loðnu­leit aust­ur og norðaust­ur af Kol­beins­ey. Ljósmynd/Hólmgeir Austfjörð

Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 1161/2021, en við hana bætist bráðabirgðaákvæði og verður með því heimilt til og með 31. desember 2021 að stunda veiðar á loðnu með flotvörpu á svæði sem afmarkast af ákveðnum svæðum.

Skipstjórum sem stunda veiðar á svæðunum ber að tilkynna það Fiskistofu eigi síðar en einum virkum degi fyrir upphaf veiða og að taka um borð eftirlitsmann samkvæmt nánari tilmælum frá Fiskistofu. Nánar fer um málið í reglugerðinni sem verður birt á vefnum reglugerd.is, segir í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Haft er eftir Tómasi Kárasyni, skipstjóra á Beiti á vef Síldarvinnslunnar í dag að nú séu allir að detta í loðnugírinn eftir að ráðherra undirritaði reglugerðina.

„Mér skilst að jafnvel verði unnt að hefja veiðar síðdegis í dag. Þessi loðnuvertíð er afar spennandi og tilhlökkunarefni. Vonandi fer hún í gang af þokkalegum krafti því ekki veitir af. Það eru svo sannarlega næg verkefni framundan,“ segir Tómas.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...