Meistaradeildin:
Þurfti að stoppa leikinn til að færa bílinn sinn
29.Nóvember'21 | 12:16Það gerast alls konar skemmtilegir hlutir í ensku utandeildunum. Á því var engin undantekning um helgina þegar Chester og Curzon Ashton áttust við í FA Trophy, sem er bikarkeppni fyrir lið í ensku utandeildunum.
Skondið atvik átti sér stað í leiknum þegar dómari leiksins þurfti að gera hlé á leiknum í fyrri hálfleik til að færa bílinn sinn.
Hann hafði lagt honum eitthvað vitlaust og átti því að draga bílinn. Tilkynnt var um það í hátalarakerfi vallarins að eigandi bílsins þyrfti að færa hann og kom þá í ljós að eigandinn var sjálfur dómarinn.
Hann stoppaði því leikinn og færði bílinn. Leikurinn hófst á endanum aftur og fór Chester með sigur af hólmi, 1-0.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...