Krefjast frekari útskýringa frá formanni Sjálfstæðisflokksins

- eins og blaut tuska í andlitið á þeim þúsundum kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins

28.Nóvember'21 | 18:28
IMG_2874

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Stjórnir fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Austur-Skaftafellssýslu, Gullbringusýslu og Grindavík hafa samþykkt sameiginlega ályktun vegna skipan ráðherra í nýja ríkisstjórn.

Í ályktuninni segir að sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi lýsi yfir furðu sinni og gríðarlegum vonbrigðum með að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, hafi hundsað forystumann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, í ráðherravali sínu.

Vægi landsbyggðarinnar er vægast sagt fyrir borð borið með úthlutun ráðherrastóla í komandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera flokkur allra landsmanna og ætti að sýna það í gjörðum sínum.

Það að veita Guðrúnu Hafsteinsdóttur ráðuneyti einungis hluta kjörtímabilsins er eins og blaut tuska í andlitið á þeim þúsundum kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og öllum þeim hundruðum sjálfboðaliða sem tóku þátt í að tryggja glæst gengi flokksins.

Við sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi krefjumst þess af formanni Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssyni að fá frekari útskýringar á þessari ákvörðun, segir í ályktuninni.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.