Unnið að innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

26.Nóvember'21 | 10:23
börn

Ljósmynd/TMS

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stöðu mála hjá Vestmannaeyjabæ á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær.

Umrædd lög taka gildi 1. janúar nk. og ná til þjónustu sem veitt er á vettvangi ríkis og sveitarfélaga m.a. innan skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustu sveitarfélaga, auk verkefna lögreglu. Áherslan verður á snemmtækan stuðning, afnám hindrana við aðgang að þjónustu og aukið samtal milli þjónustukerfa.

Vestmannaeyjabær er í ágætum málum varðandi innleiðingu á umræddum lögum þar sem unnið hefur verið í anda þeirra frá árinu 2006. Áherslan hefur verið á snemmtækan stuðning, samnýtingu starfsmanna milli stoða, skapa breiðan þekkingargrunn í þjónustu, stytta boðleiðir og samstarf bæði innan og utan þjónustukerfis sveitarfélagsins. Á næstu mánuðum verður unnið með innleiðingu laganna m.a. kynningu og fræðslu, þróun framtíðarsýnar, skerpt á verkferlum o.fl.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ráðið þakki kynninguna og fagnar umræddum lögum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.