Kiwanis gefur spjaldtölvur

25.Nóvember'21 | 10:23
spjaldtolvugjof_vestm_is

Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Tómas Sveinsson og Haraldur Bergvinsson fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Helgafells gáfu á dögunum öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar þrjár spjaldtölvur.

Spjaldtölvurnar á að nota í verkefni sem felur í sér að kenna eldri borgurum í Vestmannaeyjum á spjaldtölvur. Verkefnið hefur það markmið að nýta tæknina til að efla sjálfstæði eldri borgara. Tekið verður tillit til óska fólks og hvað skiptir það máli. Meðal annars er möguleiki á að kenna fólki að nýta sér heilsuveru.is til að endurnýja lyf, panta sér tíma og vera í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Einnig að kenna fólki á samskiptaforrit eins og til dæmis Skype. Það getur verið erfitt að finna tíma í nútímasamfélagi, en myndsamtöl eru hentug til að auka samskipti við ættingja og vini.

Samfélagsmiðlar eru einnig góðir til að fylgjast með fjölskyldu og vinum og til að vera í samskiptum við aðra. Auk þess getur fólk lært á heimabanka o.fl. Verkefnið mun hefjast á næstu vikum og er ætlað sem undirbúningur til að fylgja þeirri framþróun sem á sér stað í tæknilausnum í þjónustu við eldri borgara.

Fyrir hönd öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar er félagsmönnum í Kiwanisklúbbnum Helgafell færðar hugheilar þakkir fyrir gjöfina, segir í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.

Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu og Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu, tóku við gjöfinni fyrir hönd öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...