Skip Ísfélagsins til loðnuleitar

24.Nóvember'21 | 16:14
20210307153548_IMG_0537

Heimaey VE hélt til loðnuveiða í gærkvöldi. Ljósmynd/Hólmgeir Austfjörð

Nokkur skip í íslenska flotanum eru farin til loðnuleitar. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðastjóra Ísfélags Vestmannaeyja hélt Heimaey til leitar í gærkvöldi frá Eyjum. 

„Sigurður fer einnig á næstu dögum þegar hann er klár eftir síldarlöndun. Síðan fer Álsey af stað fljótlega.” segir hann. Hvað varðar nýja skipið sem fær nafnið Suðurey VE 11, segir Eyþór að reiknað sé með að það komi til Eyja um miðjan desember.

Einhver skip höfðu orðið vör við loðnu austan við Kolbeinseyjarhrygginn í gær, og var til að mynda haft eftir Þorkeli Péturssyni, skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK að vandinn væri að hún stæði djúpt og væri ekki farin að mynda almennilegar torfur.

Ísfé­lag Vest­manna­eyja er með stærsta hlut­inn í út­hlutuðum veiðiheim­ild­um í loðnu á komandi vertíð. Hlutur Ísfélagsins er 19,99% og er fyr­ir­tæk­inu  heim­ilt að veiða rúm 125.000 tonn.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.