Fjölbreytt starfsemi dagdvalar á Hraunbúðum

24.Nóvember'21 | 11:17
dagdvol_hraunb_2021_vestm_is

Starfsemi dagdvalar á Hraunbúðum. Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Starfsemi dagdvalar á Hraunbúðum er í fullum gangi nú í aðdraganda jóla. Fólkið á dagdvöl tekur þátt í hinum ýmsu verkefnum sem láta gott af sér leiða.

Á vef Vestmannaeyjabæjar er farið yfir starfið á dagdvölinni. Þar segir að fólkið í dagdvölinni hafi meðal annars tekið þátt í verkefninu “Jól í skókassa” þar sem þau skiluðu frá sér 26 kössum af ýmsum nytjahlutum fyrir fátæk börn í Úkraínu.

Þá segir: „Fólkið okkar föndraði jólakortin sem fylgdu hverjum kassa en í kortunum var kveðja á úkraínsku sem Natalia þýddi fyrir okkur. Í kössunum voru einnig handverk frá okkur sem munu eflaust nýtast vel. Öllum þótti verkefnið skemmtilegt og voru glaðir að leggja sitt af mörkum. Undanfarnar vikur höfum við líka fengið verkefni frá henni Þóru í Kubuneh við að þræða bönd utan um poka og setja smellur á margnota dömubindi sem hún sendir svo út til Kubuneh. Hver stúlka fær poka með dömubindum og öðrum hreinlætisvörum.

Starfið hjá okkur er mjög fjölbreytt og við leggjum mikið upp úr því að finna verkefni sem hæfir hverjum og einum.” segir í yfirferð starfsfólks dagdvalar sem birt er á vefsíðu bæjarins.

Fleiri myndir frá starfinu má sjá hér.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.