Hvað segja oddvitarnir?

23.Nóvember'21 | 13:25
oddvitar_radhus_samsett_fin

Njáll Ragnarsson, Íris Róbertsdóttir og Hildur Sólveig Sigurðardóttir. Ljósmynd/samsett

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí 2022. Eyjar.net sendi oddvitum framboðanna í Vestmannaeyjum fyrirspurn um hvernig staðið yrði að vali á lista og eins hvort að þeir hyggðust gefa kost á sér til áframhaldandi starfa á vettvangi sveitarstjórnar.

Opin fyrir því að halda áfram á þessum vettvangi

Fyrst til svara var Hildur Sólveig Sigurðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. 

„Ég hef a.m.k. eins og er mikinn áhuga á málefnum sveitarfélagsins, mér þykir afar vænt um samfélagið og hef reynt að leggja mitt af mörkum fyrir það. Það hefur verið mikill lærdómur að starfa í þessu umhverfi og eins og staðan er í dag er ég opin fyrir því að halda áfram á þessum vettvangi. Slík ákvörðun væri þó ekki eingöngu í mínum höndum heldur flokksfélaga minna og samfélagsins enda sýnir sagan að enginn á neitt sjálfgefið í pólitík.” segir hún en bætir við að það sé fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins sem taki ákvörðun um hvernig verður staðið að valinu og sú ákvörðun hefur ekki verið tekin. 

Aðspurð um hvaða leið við val á lista hugnist henni best, segir Hildur: „Sú leið sem meirihluti fulltrúaráðs mun taka ákvörðun um að fara við val á lista mun ég styðja heilshugar hver svo sem hún verður. Mismunandi leiðir hafa mismunandi kosti og galla í för með sér en ég treysti fulltrúaráðinu vel til að taka þá ákvörðun þegar að því kemur.”

Félagsfólk ávallt tekið ákvörðun

Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans segir aðspurður um hvort boðið verði upp á lýðræðislegt prófkjör við val á lista framboðsins að hjá Eyjalistanum hafi félagsfólk ávallt tekið ákvörðun um það hvernig framboðslistinn lítur út. „Það verður örugglega engin breyting á því fyrir komandi kosningar.”

Hyggst þú gefa áfram kost á þér til að leiða lista framboðsins?

Ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir um það enn sem komið er enda svosum nægur tími til stefnu. Það er ýmislegt rætt í tengslum við framboðsmál og kosningarnar á næsta ári en ekkert hefur endanlega verið ákveðið. Þessi mál ættu að skýrast betur eftir að fjárhagsáætlun hefur endanlega verið samþykkt og sú törn klárast. Þangað til verður áfram spáð og spekúlerað! 

Njáli hugnast best að allir félagsmenn komi að valinu með einum eða öðrum hætti og geti sagt hug sinn. „Slíkt hefur alltaf verið farsælast eins og dæmin sanna.”

Engin ákvörðun verið tekin um framboð

Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans segir að bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hafi enn ekki tekið formlega ákvörðun um framboð og þar með ekki heldur hvernig vali á lista verður háttað.

„Það er ekki fyrr en sú ákvörðun liggur fyrir sem það verður tímabært fyrir mig að ákveða hvort ég gef kost á mér aftur og þá í hvaða sæti.”

Tags

X2022

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).