Fullfermi eftir þriggja daga veiði

23.Nóvember'21 | 13:21
20201215_115048

Bergey VE er á leiðinni til Vestmannaeyja með fullfermi. Ljósmynd/TMS

Bergey VE er á leiðinni til Vestmannaeyja með fullfermi. 

Haft er eftir Jóni Valgeirssyni skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar að þeir hafi byrjað á að reyna við kola í Sláturhúsinu en hann segir það ekki hafa gengið vel.

„Þá var haldið í Litladýpið og á Breiðdalsgrunn og þar gekk bara vel að fiska. Aflinn er mest þorskur og ýsa og þetta er vænn og góður fiskur. Við vorum einungis þrjá daga á veiðum og það er engin ástæða til að kvarta. Þá var veðrið einnig þokkalegt í veiðiferðinni. Ég geri ráð fyrir að haldið verði aftur austur fyrir land í næsta túr,“ segir Jón.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.