Ekkert einelti af hálfu bæjarstjóra

- samkvæmt niðurstöðu óháðra og löggiltra fagaðila

23.Nóvember'21 | 19:18
iris_robe

Íris Róbertsdóttir.

„Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast.”

Svona hefst facebook-færsla Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem hún birti í kvöld.

Forsaga málsins er sú að Andrés Þ. Sigurðsson, fyrrum yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar greindi frá því í grein í ágúst sl. að í uppsagnarbréfi sem hann sendi inn til framkvæmda og hafnarráðs hafi hann upplýst ráðið sem forsvarsfólk vinnustaðar hans um einelti sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu Írisar.

Sjá einnig: Ber bæjarstjóra þungum sökum 

Í færslu bæjarstjóra í dag segir jafnframt að staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum.

„Þegar þessar ásakanir komu fram í sumar, eins og greint var frá í fjölmiðlum, var tekin sú ákvörðun að verða við kröfu viðkomandi um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til ofangreindir utanaðkomandi sérfræðingar.

Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti.” segir Íris að endingu.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.