Reyna að halda starfseminni óskertri þrátt fyrir covid smit

22.Nóvember'21 | 19:55
cov_mask

Nýleg dæmi minna okkur enn og aftur á mikilvægi þess að fara varlega og gæta að eigin sóttvörnum.

Vestmannaeyingar hafa ekki farið varhluta af aukningu smita í Vestmannaeyjum undanfarið. Haustið var reyndar rólegt, en nú hefur Covid smitum fjölgað. 

Svona hefst pistill Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra sem birtur er á vef Vestmannaeyjabæjar. Í pstlinum greinir bæjarstjóri frá því að síðustu viku hafi komið upp smit hjá barni á einum kjarna á leikskólanum Sóla. Börn og kennarar skólans fóru í sóttkví sem líkur í dag með sýnatöku. Um helgina kom upp smit hjá starfsmanni í Íþróttamiðstöðinni og verður hluti starfsfólks í sóttkví næstu daga. Reynt verður að halda starfseminni óskertri.

„Á báðum stöðum hafa allar sóttvarnarráðstafanir verið gerðar og mjög gott samstarf verið við heilsugælsuna og lögreglu í Vestmannaeyjum. Starfsfólk Sóla og Íþróttamiðstöðvarinnar hefur staðið sig vel í þessum aðstæðum og langar mig að koma fram þakklæti til þeirra. Þetta minnir okkur enn og aftur á mikilvægi þess að fara varlega og gæta að eigin sóttvörnum.” segir bæjarstjóri.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.