Gjaldskrá og einkahlutafélag í burðarliðnum
22.Nóvember'21 | 13:30Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku voru ljósleiðaramál á dagskrá. Lögð voru fram á fundinum drög að gjaldskrá fyrir notkun ljósleiðara í dreifbýli.
Jafnframt ræddi bæjarráð stofnun einkahlutafélags um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli og þau hagnýtu atriði sem þurfa að liggja fyrir við stofnsetningu slíks félags, þ.e. að skipa stjórn félagsins, framkvæmdastjóra, ákveða heiti þess, skipa endurskoðanda, ákveða hlutafé og tilgang félagsins.
Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi drög að gjaldskrá fyrir ljósleiðara í dreifbýli.
Jafnframt samþykkir bæjarráð stofnsetningu nýs einkahlutafélags um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli og að hlutafé félagsins verði 500.000 kr. Þriggja manna stjórn og varastjórn félagsins verður skipuð bæjarfulltrúum á næstu dögum. Tilgangur félagsins er að leggja ljósleiðara að hverju heimili í Vestmannaeyjum í mögulegu samstarfi við einkaaðila sem sýnt hafa áhuga á slíku.
Komi til þess verður skoðað að fjölga fulltrúum í stjórn til samræmis. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ljúka við stofnun félagsins í samráði við framkvæmdastjóra og umverfis- og framkvæmdasviðs og deildarstjóra tölvudeildar, í samræmi við umræður í bæjarráði.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.