Sér loks til lands í húsaleigumáli
20.Nóvember'21 | 17:23Málefni Hraunbúða voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs fyrir helgi.
Á fundinum fór Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar yfir viðræður við fjármálastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um húsaleigusamning milli stofnunarinnar og Vestmannaeyjabæjar vegna leigu á Hraunbúðum. Lagði hann fyrir ráðið drög að húsaleigusamningi, að því er segir í fundargerð frá fundi bæjarráðs.
Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð feli bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ljúka gerð húsaleigusamningsins á þeim forsendum sem drögin kveða á um.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...