Kaupa fleiri leikskólapláss af Sóla

20.Nóvember'21 | 09:45
soli_börn_vestm_is

Frá Sóla. Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á fimmtudag var tekið fyrir minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, f.h. fræðsluráðs, um heimild til að hækka framlag í fjárhagsáætlun 2022 til að kaupa fleiri leikskólapláss af Sóla.

Um er að ræða 9,8 m.kr. hækkun á árinu 2022. Þá er sömuleiðis gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til Kirkjugerðis í fjárhagsáætlun næsta árs.

Fjögur tímabundin viðbótarpláss fram að sumarfríi

Í minnisblaði Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs segir að biðlisti barna í leikskólavistun taki örum breytingum og er þrýstingur frá forráðamönnum að fá leikskólapláss fyrir sitt barn um leið og fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur.

Um áramótin verða 13 börn orðin 12 mánaða og vantar leikskólapláss og í vor verða þau orðin 25. Leikskólar bæjarins geta tekið inn öll börn af núverandi biðlista sem eru orðin 12 mánaða í lok janúar 2022. Til þess að það sé hægt þarf að fjölga heimild leikskólans Sóla varðandi inntöku en í dag takmarkast inntakan við 1025 dvalargildi á mánuði.

Sóli getur tekið inn 71 dvalargildi til viðbótar á mánuði sem nemur því 1,4 milljón á mánuði eða 9,8 milljónir á árnu 2022. Eru þetta um 4 tímabundin viðbótarpláss fram að sumarfríi.

Undirritaður mælir með því að Vestmannaeyjabær nýti öll þau rými sem leikskólar bæjarins bjóða upp á og óskar því eftir heimild til að auka við í fjárhagsáætlun 2022 sem nemur umræddum kostnaði. Ef samþykki næst fyrir þessari fjölgun gæti leikskólinn Sóli og leikskólinn Kirkjugerði tekið inn um áramótin öll börn sem verða orðin 12 mánaða í lok janúar 2022, segir í minnisblaðinu.

Stuðlar að því að hægt sé að bjóða upp á leikskólapláss fyrir börn frá 12 mánaða aldri

Í niðurstöðu bæjarráðs segir að ráðið samþykki beiðni framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Ennfremur segir að mikilvægt sé að bjóða upp á sem besta þjónustu á leikskólum og stuðlar þessi heimild að því að hægt sé að bjóða upp á leikskólapláss fyrir börn frá 12 mánaða aldri.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...