Verðkönnun gerð á lágmarksflugsamgöngum milli lands og Eyja

19.Nóvember'21 | 10:51
flugv_icela

Flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum legið niðri síðan Icelandair hætti áætlunarflugi í sumar. Ljósmynd/TMS

Eins og vitað er hafa flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum legið niðri síðan Icelandair hætti áætlunarflugi í sumar.

Síðan þá hefur Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, verið í reglulegum samskiptum við samgönguráðherra og fulltrúa Vegagerðarinnar um nauðsyn þess að hefja að nýju flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum og ráðuneytið og stofnunin sýnt því skilning, segir í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.

Þar segir jafnframt að bæjarráð hafi átt nokkra fundi með samgönguráðuneytinu og Vegagerðinni og nú síðast miðvikudaginn 17. nóvember. Á þeim fundi komu fram þær fréttir að ráðuneytið muni fara í verðkönnun á lágmarksflugsamgöngum til og frá Vestmannaeyja í vetur vegna áhrifa Covid-faraldursins. Jafnframt tilkynnti ráðuneytið að það hefði falið Vegagerðinni að ráðast í forvinnu í tengslum við ákvörðun um hvort farið verði í útboð á ríkisstyrktu flugi, en slíkt fyrirkomulag þarf að samræmast reglum skv. EES-samningnum á þessu sviði.

Það er ánægjulegt að samgönguráðherra, fulltrúar ráðuneytisins og fulltrúar Vegagerðarinnar skuli sýna Vestmannaeyingum skilning á aðstæðum þeirra og beita sér fyrir því að finna ásættanlega lausn á að hefja reglulegar flugsamgöngur að nýju sem fyrst.

Tags

Samgöngur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.