Smit kom upp hjá starfsmanni HSU í Eyjum

19.Nóvember'21 | 20:18
cov-19

Ljósmynd/úr safni

Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum og svæðislæknir sóttvarna segir að í dag séu 22 einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum. 

Aðspurður varðandi stöðuna á HSU segir Davíð að upp hafi komið smit hjá starfsmanni og var ákveðið að á meðan að frekari upplýsinga væri aflað færi allt starfsfólk í smitgát. 

„Við frekari skoðun og samkvæmt ráðleggingum frá sóttvarnarlækni Suðurlands var smitgát almennt aflétt hjá starfsfólki, 1 fór í sóttkví og 2 í smitgát.” segir hann. Hann segir að þrátt fyrir þetta haldi HSU - Vestmannaeyjum uppi fullri þjónustu en verulega aukið álag sé vegna einkennasýnatakana og hraðprófa sem ber að sinna.

Næsta fjöldabólusetning er áætluð um mánaðarmótin

Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Vestmannaeyja segir að í þessari viku hafi boðaðir 60 ára og eldri sem voru komnir á tíma og höfðu ekki fengið örvunarskammt verið boðaðir. „Einnig er búið að boða viðbragðsaðila, lögreglu og slökkvilið og fólk í hópum með undirliggjandi sjúkdóma. Þá var heilbrigðisstarfsfólk boðað.”

Þá segir Guðný að boðið hafi verið upp á opinn tíma fyrir fólk sem ekki var fullbólusett. 

„Við boðum fólk þegar 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Fólk sem ekki hefur fengið boð en tilheyrir áðurnefndum hópum er beðið um að hafa samband við heilsugæslu í síma 4322500.

Ef fólk þarf að komast fyrr í bólusetningu, t.d. vegna ferðalaga, er hægt að hafa samband við okkur og við reynum að koma til móts við óskir fólks eins og hægt er.” segir hún og biður fólk vinsamlegast að mæta ekki fyrr en boð hafi borist í sms-i.

Næsta fjöldabólusetning er áætluð mánaðarmót nóvember og desember og verða þá boðaðir þeir sem liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu bólusetningu. 

 

Tags

COVID-19

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).