Eftir Tómas Sveinsson

Minning: Páll Pálmason

19.Nóvember'21 | 11:19
palli_palmason_k

Samsett mynd

Fallinn er nú frá Páll Pálmason félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Vestmannaeyjum og einn af bestu leikmönnum Íþróttabandalags Vestmannaeyja frá upphafi og sá leikjahæsti. 

Palli eins og við öll þekkjum hann var einn af albestu markvörðum landsins um árabil og lék með okkar landsliði á sínum tíma.

Palli var fæddur á Hólagötu í Vestmannaeyjum 11. ágúst 1945 og eins og margir Eyjapeyjar stefndi hugurinn á sjóinn og gekk Palli í Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum og hóf störf á Halkion og síðan með föður sínum á Björgu Ve. Þegar í land var komið starfaði Palli í fiskimjölsverksmiðju FIVE frá 1970 allt til starfsloka og þá sem lengst verkstjóri.

Ég kynntist Palla fyrst þegar ég fór sem gutti heim með Hafþóri heitnum á Hólagötuna að fá okkur eitthvað í gogginn þegar við  vorum að safna í brennu og þótti mér mikið til koma að hitta bræðurna Palla og Bóa sem voru miklir jaxlar og spiluðu með meistaraflokki ÍBV og höfðu ákveðnar skoðanir á öllu og harðir í horn að taka þó stutt væri í ljúfleikan, enda skemmtilegir og ljúfmenni inn við beinið.

Leiðir okkar Palla lágu saman að meiri alvöru þegar ég og Ásta keyptum okkur hús að Dverghamri 8 í júni 1983 og áttum við 16 yndisleg ár þar með góðum nágrönnum sem voru með eindæmum hjálplegir og yndislegir í alla staði.

Við Palli gengum í Kiwanisklúbbinn Helgafell um svipað leyti. Ég 1991 en Palli 1992, og varð Palli strax öflugur félagi með frábæra mætingu og vinnusemi sem allir geta verið stoltir af. Palli var mikill íþróttamaður og hóf að leika snóker á Mjólkurbarnum í gamla daga hjá Páli Helgasyni og eins og í öllu náði hann góðum árangi og ekki síst eftir að hann gekk til liðs við Kiwanisklúbbinn Helgafell þá tók hann upp þráðinn í snókernum og átti frábærann feril í klúbbasnóker Eyjamanna.

En nú ertu farinn í sumarlandið, kæri vinur og fengið hvíld frá erfiðum sjúkdómi. Við félagar í Helgafelli sendum Gunnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Það verður mikil söknuður að hafa ekki Palla með í klúbbstarfinu en minningin um góðan vin og Kiwanisfélaga lifir.

 

F.h. Kiwanisklúbbsins Helgafells

Tómas Sveinsson

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.