Fréttatilkynning:

Forselja Líknarkaffið og halda rafrænan basar

18.Nóvember'21 | 14:41

Eins og svo margir höfum við þurft að aðlaga okkar starfsemi að ástandinu í þjóðfélaginu og heiminum öllum síðustu tvö ár. 

Eins og gefur að skilja munum við ekki geta haldið okkar árlega Líknarkaffi í ár sem okkur þykir miður. Við höfum farið þá leið að forselja kaffi til fyrirtækja í bænum og hafa viðtökur verið góðar og erum við afar þakklátar fyrir það.

Við munum selja jólakort í ár eins og áður en ekki verður gengið í hús. Jólakortin verða til sölu í Klettinum, Kubuneh & í afgreiðslunni á heilsugæslunni. Einnig er hægt að hafa samband við Júlíu Elsu Friðriksdóttur í síma 690-3320.

Basarinn okkar verður rafrænn í ár og fer hann fram í desember á facebook síðu félagsins sem við mælum með að þið kíkið á.


Með kærri kveðju
Kvenfélagið Líkn

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...