Vel heppnuð Safnahelgi

16.Nóvember'21 | 10:38
safnah_11_21

Safnahús Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Dagana 4.-7. nóvember sl. var haldin Safnahelgi í Vestmannaeyjum. Safnahelgi hefur verið árlegur viðburður í Vestmannaeyjum allt frá árinu 2004, en í fyrra var hún þó með lágstemmdara móti en venjulega sökum aðstæðna í samfélaginu.

Covid hafði einnig áhrif á helgina þetta árið þar sem ný reglugerð heilbrigðisráðherra um hertari reglur og grímuskyldu á sitjandi viðburðum tók gildi á miðri Safnahelgi eða þann 6. nóvember sl. segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Þrátt fyrir hamlandi ytri aðstæður var jöfn og góð þátttaka á þá rösklega 15 viðburði sem í boði voru enda lögðu skipuleggjendur metnað sinn í að bjóða upp á vandaða dagskrá og að hafa hana sem fjölbreyttasta. Það var einnig ánægjulegt hversu víða um bæinn efni var í boði en á annan tug staða opnuðu sýningar, buðu upp á dagskrá eða efndu til viðburða í tilefni Safnahelgar.

Um leið og hinum fjölmörgu sem lögðu sitt af mörkum við að gera helgina að ánægjulegri Safnahelgi er tveimur snillingum þakkað sérstaklega: Óskar Pétur Friðriksson var óþreytandi við að taka myndir af viðburðunum og ævinlega til staðar og Halldór B. Halldórsson kom með kvikmyndavélina enn og aftur og tók upp dagskrár fyrir þá sem ekki áttu heimangengt. Sýnishorn af þeirra góðu vinnu má sjá hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.