Óbreytt fram yfir áramót á landamærunum

4.Nóvember'21 | 14:28
isavia_kef_vollur

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum. Ljósmynd/Isavia

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum vegna Covid-19, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. 

Reglugerðin gildir til 15. janúar 2022. Ástæðan er mikil fjölgun smita innanlands að undanförnu. Sóttvarnalæknir bendir á að faraldurinn sé í töluverðum vexti, þeim fari fjölgandi sem veikjast alvarlega og faraldurinn sé farinn að hafa íþyngjandi áhrif á starfsemi Landspítala. Um 2% þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa að leggjast inn á sjúkrahús.

Nú er að hefjast átak í áframhaldandi bólusetningum gegn Covid-19, líkt og sóttvarnalæknir greinir frá í pistli á vefnum covid.is og verður það kynnt nánar á næstu dögum. Allir 60 ára og eldri verða kallaðir inn í sína þriðju bólusetningu (örvunarbólusetningu) sem og einstaklingar með undirliggjandi ónæmisvandamál og ýmsar framvarðasveitir t.d heilbrigðisstarfsmenn, lögregla og sjúkraflutningamenn. Til skoðunar er einnig að bjóða öllum almenningi örvunarbólusetningu. Örvunarbólusetning verður fyrst gefin 5-6 mánuðum eftir skammt númer tvö, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Tags

COVID-19

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.