Ísfélagið með yfir 10% aflahlutdeild
4.Nóvember'21 | 14:14Fiskistofa birti í vikunni samantekt yfir samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila og lögaðila.
Samkvæmt útreikningum Fiskistofu fer eitt félag yfir 12% leyfilegt heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda, Brim hf. 13,2%. Í krókaaflamarkskerfinu fara tvö félög yfir 4% leyfilega aflahlutdeild í þorski, Háaöxl ehf. 4,22% og Stakkavík ehf. 4,01%.
Líkt og undanfarin ár þá er Brim hf. hæst í aflamarkskerfinu en einhver breyting hefur orðið á næstu sætum sem skýrist af því að úthlutun í loðnu var búin þegar útreikningarnir fóru fram, segir í umfjöllun á vef Fiskistofu.
Ísfélag Vestmannaeyja er nú í öðru sæti listans með 10,05%, en var árið áður í áttunda sætinu. Vinnslustöðin er í því fimmta með 6,98%.
Tíu kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins:
- Brim hf. 13,20 %
- Ísfélag Vestmannaeyja hf. 10,05 %
- Síldarvinnslan hf. 9,41 %
- Samherji Ísland ehf. 8,09 %
- Vinnslustöðin hf. 6,98 %
- Skinney-Þinganes hf. 5,93 %
- Eskja hf. 4,96 %
- FISK-Seafood ehf. 3,40 %
- Þorbjörn hf. 2,86 %
- Rammi hf. 2,57 %
Tags
Sjávarútvegur
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.