Verkfallsboðunin gæti tengst loðnuvertíðinni

2.Nóvember'21 | 07:38
lodna_alsey_holmgeir

Frá síðustu loðnuvertíð. Ljósmynd/Hólmgeir Austfjörð.

Þing Sjó­manna­sam­bands Íslands verður haldið á fimmtu­dag og föstu­dag. Kjara­samn­ing­ar sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa nú verið laus­ir í tæp­lega tvö ár.

Að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns Sjómannasambands Íslands, er lítil hreyfing á kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfallsboðun verði meðal þess sem rætt verði á þinginu. Rætt er við Valmund í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að tímasetning mögulegs verkfalls gæti tengst loðnuvertíðinni í vetur. 

Deila sjómanna SSÍ og SFS er nú á borði ríkissáttasemjara en Valmundur segir síðustu fundi hafa verið stutta. Helstu kröfur snúist um lífeyrisréttindi og önnur mál sem aðrir launþegar hafi náð fram með lífskjarasamningunum.

Valmundur býður sig fram til endurkjörs á þinginu en hann hefur sinnt formannsembættinu frá 2014. Enn sem komið er er hann einn í framboði.

Nánar má lesa um málið hér.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...