Sammála um að heildarveiðar skuli ekki vera umfram vísindaráðgjöf

28.Október'21 | 10:55

Samþykkt var að setja heildaraflamark sem er 598.588 tonn fyrir síld og 752.736 tonn fyrir kolmunna.

Sendinefndir strandríkja við norðaustur Atlantshaf hittust í London í þessari viku til að ræða stjórn veiða á norsk-íslenskri síld og kolmunna.

Strandríkin voru sammála um að heildarveiðar skuli ekki vera umfram vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og var því samþykkt að setja heildaraflamark sem er 598.588 tonn fyrir síld og 752.736 tonn fyrir kolmunna. Jafnframt var ákveðið að fela vísindamönnum strandríkjanna að uppfæra samantekt frá 2013 um dreifingu kolmunna, að því er segir í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Ekki náðist samkomulag um skiptingu heildaraflans milli strandríkjanna, sem öll eru sammála um að mikilvægt sé að leggja þunga áherslu á að reyna að ná niðurstöðu um það ágreiningsmál. Án slíks samkomulags er ljóst að raunverulegar veiðar verða umtalsvert meiri en sem nemur vísindaráðgjöfinni.

Ákveðið var að halda samningafundi um skiptingu veiða í upphafi næsta árs, með það að markmiði að samkomulag geti leitt til sjálfbærra veiða strax árið 2022.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.