Ráðið í starf sérfræðings á launadeild Vestmannaeyjabæjar

- eftir mat á umsóknum var ákveðið að ráða Víði Þorvarðarson í starfið

28.Október'21 | 20:14
landsb_bæjarskr

Bæjarskrifstofurnar í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Staða sérfræðings á launadeild Vestmannaeyjabæjar var auglýst laus til umsóknar á dögunum. Alls sóttu 6 einstaklingar um starfið, 3 konur og 3 karlar. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Við mat á umsóknum var fyrst og fremst horft til menntunar- og hæfniskrafna sem fram komu í auglýsingunni, en jafnframt metnir aðrir þættir sem nýst gætu í starfi sérfræðings, svo sem sérstök reynsla eða þekking. Stuðst var við fyrirfram útbúið skema við mat á umsóknum til þess að veita einkunnir fyrir misjafna menntunar- og hæfnisþætti, m.a. menntun, starfsreynslu, reynslu af launavinnslu og notkun launakerfa, þekkingar á kjarasamningum og aðra þætti sem gætu nýst við starfið og fyrir vinnustaðinn.

Eftir mat á umsóknum var ákveðið að ráða Víði Þorvarðarson í starf sérfræðings á launadeild. Víðir er er 29 ára að aldri og er uppalinn og búsettur í Vestmannaeyjum. Víðir útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2018 og meistaragráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2020.  Hann hefur m.a. starfað sem launafulltrúi á launadeild Vestmannaeyjabæjar í afleysingum í rúmt ár og þannig öðlast góða þekkingu og reynslu af launavinnslu, launakerfum og öðrum upplýsingakerfum starfsmannamála sem og ákvæðum og framkvæmd kjarasamninga.

Það var mat Vestmannaeyjabæjar að af þeim umsóknum sem bárust um starfið falli þekking og reynsla Víðis best að þeim verkefnum og hæfnisþáttum sem tilgreindir voru í starfsauglýsingunni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.