Heimaey á síldveiðar og Sigurður á kolmunna

27.Október'21 | 10:52
20210307131102_IMG_0518(1)

Heimaey VE hélt til síldveiða í gær. Ljósmynd/Hólmgeir Austfjörð.

„Sigurður fékk 550 tonn fyrstu tvo dagana og hann mun landa kolmunnanum hér í Eyjum. Heimaey fór á heimasíldina í gær og leiðin lá vestur fyrir Reykjanes á hefðbundnar slóðir síðustu vertíða.”

Þetta segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, aðspurður um hver staðan sé á uppsjávarveiðum hjá fyrirtækinu.

Ísfé­lagið er með stærsta hlut­inn í út­hlutuðum veiðiheim­ild­um í loðnu á komandi vertíð, eða rétt tæp 20% og er fyr­ir­tæk­inu heim­ilt að veiða rúmlega 125.000 tonn. Eyþór segir að loðnuveiðar verði vonandi komnar í gang hjá Ísfélaginu uppúr miðjum nóvember. 

Aðspurður um hvort standi til að bæta við uppsjávarskipi segir útgerðarstjórinn: „Varðandi skipaflotann þá er ljóst að okkur vantar fleiri skip til að veiða okkar kvóta og munum við skoða þau mál á næstunni.”

Þessu tengt: Um þriðjungur loðnukvótans til Eyja

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.