Lokatölur úr pysjueftirlitinu

22.Október'21 | 17:29
20210813_195302

Lundapysju sleppt í ágúst. Ljósmynd/TMS

Pysjueftirlitinu árið 2021 er nú formlega lokið. Skráðar voru 4612 pysjur í eftirlitið, þar af voru 2620 pysjur vigtaðar. Meðalþyngdin í ár hefur aldrei verið hærri frá upphafi mælinga eða 317 grömm.

Á facebook-síðu eftirlitsins segir að tímabilið í ár sé óvenjulegt fyrir margar sakir. Það byrjaði fyrr en mörg síðustu ár og stóð mun lengur yfir, eða í næstum 2 mánuði. Toppnum var þó náð óvenju snemma eða 13. ágúst.

Mun færri olíublautar pysjur í ár

Færri pysjur voru að lenda í höfninni í ár og er það líklega að mestu því að þakka að slökkt var á ljóskösturunum við Heimaklett og góðri þyngd pysjanna. Sérstakt hrós fá starfsmenn hafnarinnar sem og sjófarendur fyrir að reyna sitt besta að halda höfninni eins hreinni og hægt er meðan á pysjutímanum stóð. Síðastliðin ár hefur megnið af starfsemi pysjueftirlitsins farið í að hreinsa olíublautar pysjur en árið 2020 þurfti að hreinsa yfir 200 pysjur en það var því einstaklega ánægjulegt í ár að aðeins þurfti að hreinsa færri en 10 pysjur, segir í uppgjöri pysjueftirlitsins.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).