Loðnuvertíð undirbúin - myndband

22.Október'21 | 14:10
netaverkst_hbh

Skjáskot/Youtube

Væntingar eru um að komandi loðnuvertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Aflaverðmæti þessarar vertíðar er áætlað um 50 milljarðar.

Nýverið kynnti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf fyrir loðnuveiðar vertíðarinnar 2021-2022 upp á 904.200 tonn. Í samræmi við alþjóðlega samninga fær Ísland 80% þess magns eftir að tekið hefur verið tillit til tvíhliðasamninga við önnur ríki. Alls heimilar reglugerð sjávarútvegsráðherra veiðar íslenskra skipa á allt að 662.064 tonnum.  

Að ýmsu er að hyggja í aðdraganda svo stórrar vertíðar. Eitt af því sem þarf að huga vel að eru veiðarfærin. Það hefur verið nóg að gera á netaverkstæðunum og hefur Ísfell til að mynda verið að auglýsa eftir starfsfólki á netaverkstæði sitt í Vestmannaeyjum.

Halldór B. Halldórsson kíkti á netaverkstæði bæjarins og má sjá myndband frá þeirri heimsókn hér að neðan, en þar ræðir hann m.a. við Matthías Óskarsson um nýja uppfinningu sem nefnist "Tónaflóð".

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.