Hugmyndir að fyrirkomulagi um sumarlokun næsta árs reifaðar

16.Október'21 | 09:10
kirkjuge_2020

Til umræðu er að hafa sumarlokunina fjórar samfelldar vikur og foreldrar/forráðamenn kjósi um tvær tillögur að tímabilum sem sumarlokun stendur yfir. Ljósmynd/TMS

Í fundi fræðsluráðs í vikunni voru umræður um sumarlokun og sumarleyfi leikskólanna sumarið 2022.

Undanfarin tvö sumur hafa leikskólar verið lokaðir í þrjár vikur og þá hafa foreldrar/forráðamenn valið tvær vikur til viðbótar þannig að sumarleyfi barns væri fimm vikur. Sumarið 2020 var sumarlokunin 6.-24. júlí og sumarið 2021 12.-29. júlí. Umræður voru um þetta fyrirkomulag og hvernig það hefur reynst og hugmyndir að fyrirkomulagi fyrir árið 2022 reifaðar.

Fram kemur í niðurstöðu ráðsins að umræður hafi verið um að breyta fyrirkomulaginu á sumarlokun leikskólanna sumarið 2022. Rætt um að hafa sumarlokunina fjórar samfelldar vikur og foreldrar/forráðamenn kjósi um tvær tillögur að tímabilum sem sumarlokun stendur yfir.

Foreldrar/forráðamenn geta síðan, líkt og getið er um í reglum, sótt um auka sumarleyfisviku öðru hvorum megin við sumarlokunina. Sú vika er þá gjaldfrjáls fyrir þá sem kjósa að nýta þann kost. Fræðslufulltrúa er falið að útfæra tillögur að tímabilum sumarlokunar í samráði við stjórnendur leikskóla og ákvörðun um framhaldið tekin á næsta fundi fræðsluráðs.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.