Enn óráðið hvað verður um Blátind VE

15.Október'21 | 07:25
IMG_9554

Blátindi var bjargað af botni Vestmannaeyjahafnar í mars í fyrra. Ljósmynd/TMS

Blátindur VE 21sem sökk í Vestmannaeyjahöfn í fyrra var til umfjöllunar á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni.

Í fundargerð ráðsins segir að þann 5.október sl. hafi farið fram fundur þar sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og Minjastofnunar fóru yfir stöðuna á MB Blátindi.

Fram kom í máli fulltrúa Minjastofnunar að gera þyrfti varðveislumat á bátnum og var samþykkt að slíkt mat yrði gert. Fundaraðilar voru sammála að ef kæmi til endurbyggingar MB Blátinds þyrftu aðrir aðilar en sveitarfélagið að koma að því verki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.