Allir bæjarfulltrúar samþykkir hærri frístundastyrk

15.Október'21 | 07:56
IMG_4475

Ljósmynd/TMS

Frístundastyrkur Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn var. 

Áður hafði málið verið til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og tómstundaráði þar sem lagt var til af meirihluta að hækka frístundastyrkinn um 15.000 kr og verði því 50.000 kr. á barn. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá í málinu.

Sjá einnig: Leggja til hærri frístundastyrk

Sátu hjá við afgreiðslu í ráðinu þar sem engin fylgigögn um kostnað tillögunnar eða nýtingarhlutfall frístundastyrks fylgdu fundarboði

Á fundi bæjarstjórnar var lögð fram bókun frá bæjarfulltrúum minnihlutans. Í bókuninni segir: Ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu í ráðinu þar sem engin fylgigögn um kostnað tillögunnar eða nýtingarhlutfall frístundastyrks fylgdu fundarboði. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að styðja vel við íþrótta- og æskulýðsstarf barna enda frístundastyrknum komið á árið 2016 og aldursbil hækkað upp í 18 ár eftir tillögu Sjálfstæðismanna á þessu kjörtímabili og erum við hlynnt tillögunni.

Liður í stefnu meirihlutans að gera samfélagið barnvænna

Í kjölfarið lögðu fulltrúar E og H lista fram bókun þar sem segir að meirihluti E og H lista fagni því að á kjörtímabilinu hafi frístundastyrkur til handa börnum tvöfaldast og að aldursviðmiðin hafi verið útvíkkuð í 2 til 18 ára aldurs. Er það liður í stefnu meirihlutans að gera samfélagið okkar barnvænna.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).