Ekki 25 börn á biðlista eftir leikskólaplássi

13.Október'21 | 12:30
kirkjuge

Ljósmynd/TMS

Af gefnu tilefni vill Vestmannaeyjabær árétta að það eru ekki 25 börn á biðlista eftir leikskóla.

Fræðsluráð fjallaði um stöðuna á leikskólaumsóknum á fræðsluráðsfundi þann 12. október sl. til þess að meta stöðuna til vors í þeim tilgangi að leita allra leiða til að tryggja börnum leikskólavist sem fyrst eftir 12 mánaða aldur.  Í fundargerðum fræðsluráðs hafa öll skráð börn verið sögð á biðlista hvort sem þau hafa náð aldri til að hefja leikskólagöngu eða ekki, sem getur verið villandi. Eðlilegast er að telja þau börn á biðlista sem hafa náð aldri til að hefja leikskólagöngu en stendur ekki til boða leikskólapláss þar sem leikskólarnir eru fullsetnir.

Eins og staðan er í dag eru 10 börn, fædd 2020, á skrá eftir leikskólaplássi og þar af eru þrjú sem hafa náð 12 mánaða aldri. Þeim stendur til boða leikskólapláss en foreldrar/forráðamenn taka ákvörðun um hvort þeir þiggja pláss sem er í boði eða kjósa að bíða. Þá eru 15 börn, fædd 2021, á skrá, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...