Verkefnið ákveðið mótvægi við þá íbúaþróun sem samfélagið stendur frammi fyrir

- með fjölgun aldurshópa, en stöðnun ungu kynslóðarinnar :: Bæjaryfirvöld ráðast í markaðsátak á jákvæðum nótum

12.Október'21 | 11:58
Angantyr_e

Angantýr Einarsson

Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar kynnti framvindu átaksins "Veldu Vestmannaeyjar" fyrir bæjarráði í síðustu viku. Eyjar.net ræddi við Angantý um verkefnið.

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að haft hafi verið samband við auglýsingastofuna Hvíta húsið um að móta hugmyndir og tillögur um átakið. Verkefnið verður unnið eftir þeim forsendum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Fulltrúar Hvíta hússins komu á fund bæjarráðs og fóru yfir hugmyndir og tillögur að framkvæmd átaksins. 

Fjölgun í eldri aldurshópum, en stöðnun ungu kynslóðarinnar

Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs segir að í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021 hafi bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkt þann 3. desember sl., að ráðast í átaksverkefnið „Veldu Vestmannaeyjar“.

„Verkefnið byggir á því að Vestmannaeyjar verði markaðsettar sem ákjósanlegur búsetukostur með sérstakri áherslu á einstaklinga í fjarvinnu. Verkefnið er ákveðið mótvægi við þá íbúaþróun sem samfélagið stendur frammi fyrir, með fjölgun eldri aldurshópa, en stöðnun ungu kynslóðarinnar. Heimsfaraldur Covid19 hefur gefið fjarvinnu byr undir báða vængi og er tímapunkturinn kjörinn til að kynna þá fjölmörgu kosti sveitarfélagsins og laða að fleiri íbúa til að auka fjölbreytileika atvinnulífsins.” segir hann.

Nýta hluta af vinnunni frá markaðsátaki frá því í fyrra

Angantýr segir að bæjarráð hafi svo ákveðið á fundi sínum þann 16. desember sl., að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fylgja átaksverkefninu eftir og leggja fram tillögur að fyrirkomulagi.

„Í framhaldi var haft var samband við auglýsingastofuna Hvíta húsið, sem kom að vinnu við átaksverkefnið „Vestmannaeyjar, alltaf góð hugmynd“, vorið 2020, ásamt Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja, um að vinna hugmyndir að átaksverkefninu „Veldu Vestmannaeyjar“ og nýta hluta af vinnunni við markaðsátakið í fyrra, í þeirri vinnu.

Í samráði við fulltrúa Hvíta húsið og með hliðsjón af tillögum bæjarstjórnar var ákveðið að undirstrika sérstaklega eftirfarandi þætti í vinnunni: a) Samfélagið Vestmannaeyjar sem góður búsetukostur; b) búseta fyrir fólk annars staðar af landinu; c) frábært skólakerfi; d) barnvænt samfélag; e) stuttar vegalengdir; f) falleg náttúra (útivera); g) frábær íþróttaaðstaða; h) 4.400 manna samfélag í þéttbýli á landsbyggðinni; i) menningar- og tónlistarstarf; j) góðir veitingastaðir; k) fjölbreytt félagslíf; l) góðar samgöngur; m) aðstaða til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs, n) aðstaða til fjarvinnu; o) nóg atvinna og p) húsnæði á viðráðanlegu verði.”

Að veita almenningi raunverulega innsýn inn í hvernig er að búa í Vestmannaeyjum

„Var Hvíta húsinu falið að móta tillögur að nálgun átaksins og sú vinna í fullum gangi. Meðal annars eru tillögur um að veita almenningi raunverulega innsýn inn í hvernig er að búa í Vestmannaeyjum, án þess að skapa glansmynd sem sýnir Vestmannaeyjar bara í sparifötunum.

Markaðsátakið verður á jákvæðum nótum, með sprelli og hnyttinni nálgun. Að öðru leyti er verið að vinna nánar að útfærslu átaksverkefnisins.” segir Angantýr að endingu.

Í afgreiðslu bæjarráðs var samþykkt að halda átaksverkefninu áfram á þeim nótum sem kynntar voru bæjarráði af fulltrúum Hvíta hússins. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).