Birgir yfirgefur Miðflokkinn

9.Október'21 | 07:05
birgir_thorarins_lit

Birgir Þórarinsson

Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi hefur sagt skilið við flokkinn og er hann genginn til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins.

Birgir staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag, sem og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn telur þá 17 þingmenn, en þingflokkur Miðflokksins telur nú aðeins tvo. 

Í Morgunblaðinu segir Birgir Þórarinsson að vistaskiptin megi rekja allt aftur til uppákomunnar á Klaustri árið 2018. Sjálfur hafi hann fordæmt framferði samflokksmanna sinna þar, og segist hann hafa vonað að um heilt hafi gróið síðan. Annað hafi komið á daginn. Eftir mikla umhugsun hafi hann ákveðið að hann ætti ekki lengur samleið með hinum þingmönnum Miðflokksins. 

Birgir ráðfærði sig við trúnaðarmenn Miðflokksins í Suðurkjördæmi, þar á meðal Ernu Bjarnadóttur sem var í öðru sæti lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hún er varamaður Birgis á þingi, en verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins ef hún tekur sæti Birgis.

Birgir segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að eftir gagnrýni hans á Klausturmálið hafi hann aldrei notið fulls trausts innan þingflokksins. Um tíma hafi verið litið á hann sem vandamálið. Það hafi átt sér margar birtingarmyndir sem hann vilji ekki rekja í löngu máli.

Hann segist hafa talið að þessu væri lokið þegar undirbúningur hófst fyrir kosningarnar í haust. Fljótt hafi komið í ljós að svo var ekki, heldur hafi skipulögð aðför gegn honum farið fram af hálfu áhrifafólks innan flokksins til þess að halda honum frá efsta sætinu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.