Bíða með ákvörðun um þátttöku í húsnæðissjálfseignarstofnun

9.Október'21 | 08:30
hus_midbaer_bo_cr

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Á fundi stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. september sl., var fjallað um verkefni sem snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni.

Málið var tekið fyrir á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja fyrir helgi. Í fundargerð ráðsins segir að kynnt hafi verið hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á landsbyggðinni.

Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki. Í samræmi við bókun stjórnar sambandsins er óskað eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október.

Í niðurstöðu ráðsins segir að fjölskyldu- og tómstundaráð - sem heldur m.a. utan um húsnæðismál sveitarfélagsins - taki ekki illa í hugmyndina en vill sjá þróun á verkefninu áður ef afstaða er tekin til frekari þátttöku. Ráðið bendir á að Vestmannaeyjabær hafi þegar fjárfest í 10 íbúðum fyrir fatlað fólk sem verða teknar til notkunar á næstunni sem og samþykkt að fjölga leiguíbúðum innan félagslega kerfisins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...