Íbúum fjölgar í Eyjum, en Íslendingum fækkar
7.Október'21 | 19:10Það voru gleðitíðindi í vikunni þegar greint var frá því að íbúatalan í Vestmannaeyjum væri komin yfir 4400. Nánar tiltekið í 4408 manns.
Árið 2010 voru 4135 búsettir í Vestmannaeyjum. Hefur því fjölgað um 273 í bæjarfélaginu síðan þá.
Í þingkosningunum í síðasta mánuði voru alls 3067 á kjörskrá í Eyjum. Það var fækkun upp á 90 miðað við Alþingiskosningarnar árið 2017, en þá voru 3.157 á kjörskrá. Hvað skýrir þessa staðreynd að á meðan íbúum fjölgar, þá fækki á kjörskrá.
Erlendir ríkisborgarar úr 140 í 530 á rúmum áratug
Eyjar.net hefur rýnt tölurnar betur og í ljós kemur að erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mikið í Eyjum undanfarin áratug. Árið 2010 voru búsettir í Eyjum 140 erlendir ríkisborgarar. Í ár eru þeir hins vegar 530, eða um 12% bæjarbúa.
Sjá einnig: Mun fleiri börn fæddust í fyrra en árin á undan
67 ára og eldri fjölgað um rúmlega 50%
Einnig er athyglisvert að skoða breytta aldurssamsetningu í sveitarfélaginu. En börnum undir 18 ára aldri hefur fækkað í Eyjum á umliðnum áratug um ríflega 18%. Þau voru samtals 1071 árið 2010, en eru í dag 904 talsins. Á sama tíma hefur 67 ára og eldri fjölgað um rúmlega 50% úr 449 í 678.
Þessu tengt: Aldursskiptingin í Eyjum - samfélagið er að eldast
Þessar tölur gefa vísbendingu um að vinnuafl með erlent ríkisfang hafi vaxið verulega síðasta áratuginn í Eyjum og má áætla að í dag séu nærri 3 af hverjum 10 á vinnumarkaðnum með erlent ríkisfang.
Heimildir/Hagstofan og Vestmannaeyjabær.
Tags
Íbúaþróun
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.