Áherslan á ufsa og karfa

7.Október'21 | 12:38
20201125_144541

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE í heimahöfn. Ljósmynd/TMS

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir góðum afla í Vestmannaeyjum sl. þriðjudag. 

Skipin hafa síðan legið í landi vegna brælu en ráðgert er að þau haldi á ný til veiða í kvöld. Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði hljóðið í skipstjórunum.

Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, segir að síðasti túr hafi verið ágætur. „Við lögðum áherslu á ufsa í túrnum og komum að landi með fullfermi. Aflinn fékkst í Reynisdýpinu og á Öræfagrunni. Ufsinn er bölvaður flökkufiskur og erfitt á hann að treysta. Hann kemur og fer. Stundum er nóg af honum en svo hverfur hann fyrirvaralaust langtímum saman. Það er því alltaf gott að ná þokkalegum ufsatúr,“ segir Jón.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að í síðasta túr hafi þeir lagt áherslu á karfa. „Við vorum að veiðum í Háfadýpinu og sunnan við Surt og það gekk þokkalega. Aflinn var mest djúpkarfi og einnig gullkarfi. Veiðin var mest yfir daginn, það var mjög lítið að hafa í myrkrinu,“ segir Birgir Þór.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.