Fleiri fá dagdvalarrými

1.Október'21 | 10:48
hraunbudir_2

Frá Hraunbúðum. Ljósmynd/Hraunbúðir.

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu dagdvalar aldraðra á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs nú í vikunni.

Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir aldrað fólk sem býr í heimahúsum og er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og viðhalda færni einstaklinga til að geta búið sem lengst í sjálfstæðri búsetu. Dagdvölin er opin frá kl. 9 -16 alla virka daga og er staðsett í vesturenda Hraunbúða. Vestmannaeyjabær hefur heimild frá ríkinu fyrir rekstur á 10 almennum dagdvalarrýmum. Þau rými eru meira en fullnýtt.

Allt að 13 - 14 manns nýta sér dagdvölina á morgnana en eftir hádegi getur hópurinn orðið allt að 16 - 18. Á biðlista eru 8 manns og ljóst að þörfin á þjónustu dagdvalar mun aukast á næstu árum. Vestmannaeyjabær er því að veita mun fleiri úrræði en greitt er fyrir af hálfu ríkisins. Sótt hefur verið um heimild fyrir fleiri rýmum og nýlega fékkst leyfi fyrir 5 sérhæfðum dagdvalarrýmum. Þau eru þó háð ákveðnum skilyrðum s.s. varðandi aðstöðu og þjónustu. Framkvæmdastjóri fór yfir hugmyndir að breytingum m.a. á núverandi aðstöðu dagdvalar til að koma til móts við skilyrðin sem sett eru, sem og til að bæta almennt aðstöðu dagdvalar.

Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið þakki kynninguna og fagnar því að loksins hafi fengist samþykki fyrir fleiri dagdvalarrýmum. Ráðið felur framkvæmdastjóra að taka umræddar hugmyndir að breytingu á aðstöðu dagdvalar inn í vinnu fjáhagsáætlunar 2022.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.