Síðasti dagurinn í dag til að nýta ferðagjöfina

30.September'21 | 10:48
fer_ferdagjofin_merki_a_rautt

Nú er hver að verða síðastur til að nýta ferðagjöfina, þar sem hún rennur út á miðnætti.

Frestur til að nýta ferðagjöf ríkisins rennur út á miðnætti. Nú hafa yfir 151.000 einstaklingar fullnýtt ferðagjöfina sína, en allir einstaklingar 18 ára og eldri með lögheimili á Íslandi fá ferðagjöf að andvirði 5.000 kr.

Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónuveirufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðsvegar um landið. Hægt er að kynna sér ferðagjöf á vefsíðunni www.ferdalag.is og sjá hvaða fyrirtæki taka þátt.

Ferðagjöfina nálgast þú á Ísland.is með því að smella á bláa hnappinn „Sækja Ferðagjöf“. Eftir innskráningu birtist Ferðagjöfin þín og er aðgengileg bæði á Ísland.is og í appinu Ferðagjöf.

Á mælaborði ferðaþjónustunnar má sjá ýmsar upplýsingar um hvar landsmenn nýttu ferðagjafirnar sínar.

Skjáskot/mælaborð ferðaþjónustunnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.