Kalla eftir hugmyndum um aðstöðu til sjósunds í Klaufinni
29.September'21 | 07:07Aðstaða til sjósunds í Vestmannaeyjum var rædd á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni.
Fram kemur í fundargerðinni að mikill sjósundsáhugi sé á Íslandi og eru Vestmannaeyjar ekki þar undanskilin. Undanfarin misseri hafa margir eyjamenn og gestir stundað sjósund úr Klaufinni. Umræða hefur verið um að bæta þurfi aðstöðu sem mun nýtast heimamönnum og ferðamönnum sem hingað koma. Yrði þetta enn eitt aðdráttaraflið ef af yrði.
Á fundinum var samþykkt tillaga meirihluta E- og H-lista um að kannaður verði áhugi á því að byggja upp sjósundsaðstöðu í Klaufinni af einkaaðilum eða í samstarfi einkaaðila við Vestmannaeyjabæ. Umhverfis- og framkvæmdasviði var falið að auglýsa eftir hugmyndum um aðstöðu til sjósunds í Klaufinni. Í framhaldinu verður starfsmönnum falið að meta og kostnaðargreina þær hugmyndir sem berast og leggja aftur fyrir ráðið áður en lengra er haldið.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.